.................................. Firnindi

Þegar ég fór út um þúfur.

Færslur: 2011 Maí

06.05.2011 19:34

Hornstrandaferð 25. júní

Bækistöðvarferð á Hornstrandir 25 - 28 júní.

Þriggja daga ferð í Hornbjargsvita í Látravík.

Hornbjarg skoðað á besta tíma, þegar fuglarnir eru sem flestir við hreiður í bjarginu. Hælavíkurbjarg handan Hornvíkur og Hornbjarg, eru tvö af stæstu fuglabjörgum landsins.

 

Nú gefst gott tækifæri á að komast á Hornstrandir og gista í húsi allan tímann.

Ferðatilhögun.

Þáttakendur mæti á bryggjuna í Norðurfirði kl. 9 árdegis 25. júní.

Gott er að koma kvöldið áður og gista í Norðurfirði. Er um marga gistimöguleika að ræða þar, bæði í uppbúnum rúmum og svefnpokaplássi.

Báturinn siglir frá Norðurfirði kl. 9:30 stundvíslega, laugardaginn 25. júní. Siglingin í Látravík tekur um tvær stundir.

Þegar fólk hefur komið sér fyrir í húsinu, er farið í stutta göngu fyrir kvöldmat.

Sunnudagur. Gengið á Hornbjarg. Farinn er hringur, þar sem bjargbrún er fylgt út á Horn, með viðkomu á Kálfatindum og Miðfelli. Á leið til baka er farið framhjá Hornbæjunum.

Mánudagur. Gengið yfir Axarfjall í Hrollaugsvík og út á Bjarnanes. Nesið og fjaran skoðuð. Ef veður leyfir, er farið að Drífandisfossi.

Þriðjudagur. Báturinn kemur um hádegið, eftir hvernig stendur á ferðum.

 

Full verð er 47.800 á mann, en tilboðsverð til SFS félaga og gesti, er 41.300

 

Innifalið í verði er:

Bátsferðir frá Norðurfirði í Látravík og til baka.

Gisting í svefnpokaplássi í Hornbjargsvita í þrjár nætur.

Morgunverður þrjá morgna, göngunesti tvo daga og kvöldverður þrjú kvöld.

Tveir göngudagar með leiðsögn.

Leiðsögn um vitann og sögu hans.

 

Lágmarksfjöldi þáttakenda er 20, en hámark 32.

 

Skráning fer fram hér. (Skráning í göngu.)

Það er um að gera að skrá sig sem fyrst.

Fyrstir koma, fyrstir fá.

 

Hægt að sjá nánari upplýsingar um svæðið á heimasíðu Hornbjargsvita á www.ovissuferd.is

Einnig eru hér nokkrar myndir úr einni af þessum ferðum: http://isar.123.is/album/default.aspx?aid=121820

Aðrir tenglar: http://is.wikipedia.org/wiki/Hornbjarg

http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_hornbjarg.htm

  • 1
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 51
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 125649
Samtals gestir: 39723
Tölur uppfærðar: 12.6.2021 17:40:06

Eldra efni

Eigandi

Nafn:

Ísar Guðni Arnarson

Farsími:

Afmælisdagur:

Níu nóttum fyrir jól

Heimilisfang:

Reykjavík

Staðsetning:

Framan við tölvuna

Heimasími:

svartur

Tenglar